Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær skipar starfshóp – Leggja til aðgerðaráætlun um sorpflokkun

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur skipa Eystein Eyjólfsson, Magneu Guðmundsdóttir og Berglindi Ásgeirsdóttir í starfshóp sem hefur það verkefni að gera tillögu að aðgerðaáætlun um það hvernig Reykjanesbær getur auðveldað íbúum og fyrirtækum bæjarins að auka sorpflokkun og endurvinnslu frá því sem nú er.

Í fundargerð ráðsins kemur fram að mikilvægt sé að verkefnið verði unnið í samvinnu og samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum, auk Kölku. Kalka hefur hefur þegar hafið vinnu við verkefnið og meðal annars hefur stjórn fyrirtækisins kynnt sér þá möguleika sem gámafyrirtæki bjóða upp á í flokkun úrgangs við heimili. Þremenningarnir sem skipa starfshópinn munu í framhaldinu leggja aðgerðaáætlun fyrir USK-ráð og bæjarstjórn til samþykktar.