Nýjast á Local Suðurnes

Frans framlengir við Keflavík – Styrkja hópinn enn frekar á næstu dögum

Frans Elvarsson hefur framlengt samning sinn við Keflavík til ársins 2018.  Frans hefur leiið 101 leik með Keflavík í deildar- og bikarkeppnum og skorað í þeim 9 mörk.  Einnig hefur hann spilað með yngri landsliðum Íslands, 7 leiki með U17 og 4 með U19 og skoraði hann eitt mark í þeim leikjum.

Keflavík fagnar því að Frans framlengir við félagið og stefnt er á að styrkja hópinn enn frekar á næstu dögum fyrir komandi átök í Inkasso-deildinni á næsta ári, segir í tilkynningu.