Þróttur í góðri stöðu eftir 4-0 sigur gegn Hvíta Riddaranum
Þróttarar mættu liði Hvíta Riddarans í fyrri leiknum í 8. liða í úrslitakeppni 4. deildar. Þróttarar hófu leikinn af miklum krafti komust strax yfir á annari mínútu. Þróttarar bættu við öðru marki fyrir leikhlé úr vítaspyrnu.
Þriðja mark Þróttar kom á 70. mínútu og staðan vænleg fyrir liðið úr Vogum sem voru þó ekki hættir og bættu fjórða markinu við á 80. mínútu.
Liðið fer því með fjögur mörk í forystu í síðari leikinn sem fram fer á Vogabæjarvelli á þriðjudaginn og hefst kl. 17:30. Stuðningsmenn Þróttara eru hvattir til að mæta tímanlega og tryggja sér góð sæti.