Nýjast á Local Suðurnes

Banaslys á Reykjanesbraut

Banaslys varð um hádegisbil í dag, við Rósaselstorg á Reykjanesbraut, skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Karlmaður á fertugsaldri var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús þar sem hann var síðan úrskurðaður látinn. Samkvæmt frétt Stundarinnar virðist slysið hafa borið að þeð þeim hætti að tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðri átt hafi rekist saman. Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með minniháttar meiðsli.

Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins sem lést að svo stöddu.

Vegna rannsóknar óskar lögreglan á Suðurnesjum eftir vitnum að slysinu. Þeir sem geta veitt upplýsingar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 444-2299.