Nýjast á Local Suðurnes

Útivallarhelgi hjá Suðurnesjaliðunum í fótboltanum

Ómar Jóhannsson

Víðir Garði er eina Suðurnejaliðið sem á heimaleik þessa helgina í fótboltanum, en þeir taka á móti liði Einherja á Nesfisk-vellinum í garði á sunnudag klukkan 14. Víðismenn hafa byrjað tímabilið vel, hafa sigrað alla sína leiki og eru efstir í þriðjuðeildinni með níu stig eftir þrjá leiki.

Keflvíkingar keppa á Akureyri í dag klukkan 14 gegn KA. Keflavík er í fjórða sæti Inkasso-deildarinnar með 8 stig en KA menn í því þriðja með 9 stig.

Njarðvíkingar halda á Húsavík þar sem liðið leikur gegn heimamönnum í Völsungi. Eins og oft áður hafa Njarðvíkingar farið vel af stað í annari deildinni, sitja í öðru sætinu með níu stig eftir fjóra leiki. Völsungar eru í neðri hluta deildarinnar og er því afar mikilvægt fyrir Njarðvíkinga að ná hagstæðum úrslitum í dag. Leikurinn hefst klukkan 16:30.

Vogabúar í Þrótti leika gegn KFS á útivelli, í dag klukkan 13. Liðið hefur líkt og Víðir farið vel af stað á sínu fyrsta tímabili í þriðjudeildinni og vermir nú fjórða sæti deildarinnar með sex stig eftir þrjá leiki.