Nýjast á Local Suðurnes

Tæplega 750.000 lögðu leið sína um KEF

Samkvæmt talningu frá Ferðamálastofu voru brottfarir erlendra gesta frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 222 þúsund í nýliðnum mánuði. Um er að ræða næst stærsta septembermánuð frá því mælingar hófust.

Flestar brottfarir í september voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna eða um 29,73% en í öðru sæti voru brottfarir Þjóðverja, eða 6,9% af heild. Þar á eftir fylgdu Pólverjar, Kanadabúar og Bretar.

Alls lögðu 748.842 gestir leið sína um flugvöllinn í september. Það er aukning um 15% frá sama tíma árið 2022, segir á vef Isavia.