Nýjast á Local Suðurnes

Logi Gunnars frábær í sigri á Sviss – Skoraði sex stig í einni sókn

Logi Gunnarsson átti stórleik þegar Ísland van sextán stiga sigur á liði Sviss, 88-72, í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2017. Njarðvíkingurinn Elvar Friðriksson var einnig í hópnum, en hann kom ekki við sögu í leiknum.

Logi sem hóf leikinn á bekknum skoraði 13 stig í leiknum, en hann skoraði til að mynda tvær þriggja stiga körfur í sömu sókninni, á þremur sekúndum, eftir að dæmd var villa inn í teig þegar fyrra skotið var í loftinu.