Móðureðlið greip ráðherra – Lét yngsta frambjóðandann borða með svuntu
Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins eru á ferð, flugi og siglingu um Suðurkjördæmi um þessar mundir við að kynna helstu baráttumál sín fyrir íbúum svæðisins.
Frambjóðendurnir þurfa að næra sig í amstri dagsins, eins og við hin og þau skelltu sér á veitingastaðinn Humarhöfnina á Höfn og gæddu sér á fínustu máltíð. Móðureðlið tók yfir hjá Ragnheiði Elínu Árnadóttur Iðnaðar- og viðskiptaráðherra þegar maturinn var borinn fram og skellti hún svuntu á yngsta frambjóðandann, Ísak Ernir Kristinsson – Svo öruggt væri að kappinn mætti nú í hreinni skyrtu á þá fundi sem eftir voru.