Nýjast á Local Suðurnes

Fjölmargir mættu í flott prófkjörsteiti Ísaks Ernis – Myndir!

Fjölmargir litu við í prófkjörsteiti Ísaks Ernis Kristinssonar, sem haldið var á fimmtudag. Ísak Ernir býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri sem framundan er fyrir alþingiskosningar sem fram fara í haust.

Ísak Ernir hefur undanfarin misseri barist fyrir því að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar verði settar á samgönguáætlun og er annar af stofnendum baráttuhópsins “Stopp – Hingað og ekki lengra!” Sem telur um 17.000 meðlimi.

Ísak Ernir sagðist í Facebook-færslu, sem finna má hér að neðan ásamt myndum úr teitinu, vera þákklátur fyrir hversu margir sáu sér fært að mæta.