Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar leita til listamanna – Opinn undirbúningsfundur vegna Menningarviku

Opinn undirbúningsfundur fyrir Menningarvikuna í Grindavík, sem haldin verður dagana 12.-20. mars á næsta ári, verður haldinn mánudaginn 23. nóvember næstkomandi kl. 20 í fundarsalnum á bæjarskrifstofunum. Allir sem hafa áhuga á menningu eru velkomnir á fundinn.

Sérstök áhersla verður á handverk í sem víðasta skilningi þess orðs og vonast forsvarmenn menningarvikunnar að  hægt verði að bjóða upp á ýmis konar námskeið og viðburði og jafnvel upp á stóran handverksmarkað en allt veltur þetta á þátttöku og áhuga handverksfólks. Einnig verður tónlist, myndlist og ýmislegt fleira í öndvegi. Allir velkomnir.