Nýjast á Local Suðurnes

Samþykktu tugi styrkja og samninga til menningarmála

Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar samþykkti 23 verkefnastyrki og þjónustusamninga vegna menningarmála í sveitarfélaginu á fundi sem haldinn var í dag. Ráðið samþykkti einnig að endurnýja rekstarsamning við Félag myndlistarmanna vegna reksturs á Hafnargötu 2 til eins árs.

Hæsta þjónustusamninginn að þessu sinni hlaut Danskompaní að upphæð 600.000 krónur. Nokkrir hópar fengu 500.000 króna styrk, þar á meðal hópurinn sem stendur að sýningunni Með blik í auga, Norðuróp vegna Óperustúdíó og Leikfélag Keflavíkur.