Nýjast á Local Suðurnes

Lofsöngur Leoncie um Donald Trump fær flott áhorf á Youtube

Suðurnesjadaman og Indverska prinsessan Leoncie hefur gefið út nýtt lag og myndband, en um er að ræða hálfgerðan ástaróð til Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sem söngkonan hefur miklar mætur á.

Lagið hefur fengið ágætis áhorf á aðeins nokkrum dögum en um 10.000 manns hafa litið á myndbandið á You-tube. Söngkonan hefur þó bannað deilingu á laginu á öðrum vefsíðum en myndbandaveitunni vinsælu og því verður að smella hér til þess að njóta þess sem söngkonan ástkæra hefur upp á að bjóða með þessum slagara.