Nýjast á Local Suðurnes

Mikil umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið – Fylgstu með í rauntíma!

Isavia, rekstraraðili Keflavíkurflugvallar, greindi frá því á dögunum að alls hafi 185.296 flugvélar farið um íslenska flugstjórnarsvæðið árið 2017. Það eru 11,9% fleiri en árið á undan og jafngildir því að flognar hafi verið rúmlega 300 ferðir til tunglsins og aftur heim, en alls var um að ræða 253 milljónir kílómetra.

Helstu brottfarar- og áfangastaðir flugvéla í íslenska úthafsflugstjórnarsvæðinu í fyrra voru Lundúnir til Keflavíkur eða 3.187 ferðir og síðan Keflavík til Lundúna með 3.171 ferð.

Þau tíu flugfélög sem fóru oftast um íslenska svæðið eru Icelandir, Wow Air, United Airlines, SAS, Delta, Emirates, Lufthansa, British Airways, Air Canada og Qatar.

Fyrir áhugamenn um flug má fylgjast með flugferðum yfir íslenska flugstjórnarsvæðið í rauntíma hér.

Hægt er að nálgast flugtölur ársins 2017 í heild hér