Styrktu ýmis félög um fjórar milljónir króna eftir vel heppnaða skötuveislu – Myndir!

Félag krabbameinssjúkra barna, eldri borgarar, Íþróttafélagið Nes, Skátarnir í Keflavík og Velferðarsjóður Suðurnesja voru á meðal þeirra félaga sem hlutu styrk þegar árleg Skötuveisla var haldin í Garði í gær. Alls námu styrkirnir á fjórðu milljón króna.
Þetta var í ellefta sinn sem veislan er haldin, en að henni standa alþingismaðurinn Ásmundur Friðriksson og nokkur vinahjón.
Ýmsir kunnir listamenn héldu uppi stemningunni í Garðinum í gærkvöldi, þeirra á meðal Gunnar Þórðarson, en auk þekktra listamanna tóku meðal annars bæjarstjórinn í Garði, Magnús Stefánsson og lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Ólafur Helgi Kjartansson lagið.
Ásmundur birti fjölda mynda frá veislunni á Facebook-síðu sinni, en þær má finna hér fyrir neðan.