Nýjast á Local Suðurnes

Dómaraskortur í Vogum – Ýmis flott fríðindi í boði fyrir dómara

Mikill vöxtur hefur verið í yngri flokkastarfi knattspyrnudeildar Þróttar í Vogum undanfarin ár og nú er svo komið að fjölgandi leikjum og batnandi árangri fylgja vandamál við að manna stöður knattpyrnudómara hjá félaginu. Þróttarar hafa því biðlað til íbúa um hjálp við að halda úti frábærri umgjörð yngri flokka félagsins með því að taka að sér dómgæslu á Vogabæjarvelli.

Í auglýsingu frá félaginu, sem sjá má hér fyrir neðan, er takið fram að ýmis fríðindi fylgi því að taka að sér dómgæslu, en meðal annars fylgir því árskort á alla leiki í deildarkeppni á landinu, auk forgangs vegna miðakaupa á landsleiki. Þá er tekið fram að greitt sé fyrir dómgæslu á leikjum yngri flokka félagsins.