Nýjast á Local Suðurnes

Finnair flýgur á milli Helsinki og Keflavíkurflugvallar – Bætir tengingu við Asíu til muna

Finnair hóf í gær flug milli Helsinki og Keflavíkurflugvallar. Flogið verður allt árið, fimm sinnum í viku yfir sumartímann og þrisvar sinnum í viku yfir vetrartímann. Frá Helsinki flýgur Finnair til 18 áfangastaða í Asíu og mun flugið því bæta mjög tengingar á milli Íslands og Asíu.

finnair1

Áhafnarmeðlimir í þessari fyrstu ferð Finnair hingað til land fengu forláta ullarsokka að gjöf frá Isavia í tilefni dagsins.