Nýjast á Local Suðurnes

Frysta leiguverð í þrjá mánuði.

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Stjórn Brynju leigu­fé­lags ses. hef­ur í ljósi mik­ill­ar verðbólgu á þessu ári ákveðið að frysta leigu­verð næstu þrjá mánuði. Leigufélagið á fjölda íbúða um allt land, þar á meðal á Suðurnesjum.

Leig­an í des­em­ber, janú­ar og fe­brú­ar mun þannig hald­ast óbreytt frá nóv­em­ber í ár, en all­ir leigu­samn­ing­ar fé­lags­ins eru bundn­ir vísi­tölu neyslu­verðs til verðtrygg­ing­ar, segir í tilkynningu.

“Verðbólga og hækk­andi vext­ir setja þrýst­ing á alla í sam­fé­lag­inu, en mest þó á þá sem hafa minnst á milli hand­anna. Brynja vill styðja við bakið á sínu fólki með því að gefa leigj­end­um sín­um verðbólgu­frí næstu þrjá mánuðina. Eitt mik­il­væg­asta hags­muna­mál Brynju og leigj­enda fé­lags­ins er að viðhalda lágri verðbólgu og lág­um vöxt­um,” seg­ir Guðbrand­ur Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins, í til­kynn­ing­unni.