Fær 250.000 króna sekt fyrir hraðakstur
Ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði, mældist á 166 km hraða á klukkustund á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Hann var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða og bíður hans sekt að upphæð 250 þúsund krónur.
Annar ökumaður mældist á 151 km hraða og tveir til viðbótar óku yfir 130 þegar lögregla hafði afskipti af þeim. Annar hinna síðastnefndu er aðeins 17 ára, segir í tilkynningu.