Nýjast á Local Suðurnes

Samúel Kári í þýsku úrvalsdeildina

Samúel Kári - Mynd: Valerenga

Þýska félagið Paderborn festi í dag kaup á íslenska landsliðsmanninum Samúel Kára Friðjónssyni frá norska félaginu Vålerenga. Þetta kemur fram á fótbolti.net.

Samúel Kári, sem hóf ferilinn hjá Keflavík skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við félagið. Samúel átti upphaflega að vera í íslenska landsliðshópnum sem átti að spila við Kanada og El Salvador en dró sig út úr hópnum til að ganga frá félagaskiptum til Paderborn.