Nýjast á Local Suðurnes

Nýliðarnir lögðu Grindvíkinga að velli

Grindvíkingar höfðu, fyrir leikinn gegn Þór Akureyri í kvöld, ekki tapað leik á heimavelli í Dominos-deildinni í körfuknattleik. Fyrsta tap tímabilsins kom í kvöld, þrátt fyrir að Grindvíkingar hafi verið betra liðið á stórum köflum í leiknum, en róleg byrjun og slakur lokakafli urðu þeim að falli gegn nýliðunum.

Þórsarar byrjuðu leikinn af krafti og náðu tíu stiga forskoti á kafla í fyrri hálfleik, en Grindvíkingar náðu að komast í gang undir lok fyrri hálfleiks og höfðu fjögurra stiga forskot í leikhléi, 48-44.

Leikurinn var svo í járnum í þriðja leikhluta, en Grindvíkingar voru þó yfirleitt skrefinu á undan með nokkura stiga forystu. Þórsarar komust svo yfirundir lok þriðja leikhluta og náðu að halda dampi til loka leiks og hirða þau stig sem í boði voru. Lokatölur 85-97.

Ólaf­ur Ólafs­son var stigahæstur Grindvíkinga í leiknum, en hann skoraði 19 stig.