Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már og félagar úr leik eftir tap gegn Lincoln Memorial

Barry Háskólinn, sem Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson leikur með féll úr leik í 8-liða úrslitum NCAA deildarinnar í körfuknattleik í kvöld, eftir 93-75 tap gegn Lincoln Memorial háskólanum. Elvar átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en náði sér í gang í þeim síðari, hann skoraði 10 stig og átti 5 stoðsendingar í leiknum.

Þetta er besti árangur Barry liðsins frá upphafi í háskólaboltanum og hefur Elvar verið einn af bestu mönnum liðsins í vetur.