Hagstæð leið til að njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða
Landsmenn munu verða duglegir við að ferðast innanlands í sumar, enda afar erfitt að skipuleggja ferðalög erlendis um þessar mundir.
Ef eitthvað er að marka ferðaspjallsíður á samfélagsmiðlum er fólk á fullu við að skipuleggja ferðalög þessi dægrin og leita að góðum kostum því tengdu.
Ein leið er sú að leigja innréttaðan bíl hjá Tjaldbílum, en létt könnun blaðamanns á veraldarvefnum leiddi í ljós að leigan, sem staðsett er á Suðurnesjum bjóði upp á einna bestu verðin og fjölbreytnina sem finna má á markaðnum. Bílar fyrirtækisins eru einnig nýlegir og með þeim best búnu sem völ er á.
Um er að ræða frábæra ferðabíla þar sem tjald og bíll er sameinað í einn hagkvæman kost fyrir ferðamenn.
Tveggja manna bíll hefur eftirfarandi búnað, svo dæmi sé tekið:
Oliu hitakerfi sem tengist við útblásturskerfi bílsins
Svefnpokar
Ísskápur
Teppi
Koddar
Gashella
Eldhúsáhöld
Útileguborð og stólar
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni tjaldbilar.is, en þar kemur meðal annars fram að fjórði hver dagur er ókeypis.