Nýjast á Local Suðurnes

Fjölgar í sóttkví á Suðurnesjum

Suðurnesjamönnum sem gert er að sæta sóttkví vegna Covid 19 hefur fjölgað nokkuð á undanförnum dögum, en ekkert nýtt smit hefur greinst á svæðinu í rúman mánuð.

Nú sæta 51 sóttkví í sveitarfélögum á Suðurnesjum, en talan var komin niður í um 20 fyrir nokkrum vikum. Þetta kemur fram á vefsíðu landlæknis og Almannavarna, Covid.is. Ekki kemur fram hvers vegna fólki í sóttkví fjölgar, en leiða má að því líkum að um sé að ræða fólk sem kemur til landsins frá útlöndum.