Nýjast á Local Suðurnes

Auglýsa stjórnmálaflokk við kjörstað

Auglýsingarnar Sjálfstæðisflokksins á kosningaskrifstofu flokksins við Víkurbraut í Grindavík eru sýnilegar þeim sem hyggjast greiða atkvæði utan kjörfundar í sveitarfélaginu, en kosningaskrifstofa flokksins í Grindavík er í sama húsnæði og Sýslumaðurinn í Grindavík, þar sem atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram.

Slíkt er óheimilt samkvæmt lögum, en svipað mál kom upp í aðdraganda kosninga árið 2007 þegar Sjálfstæðisflokknum í Njarðvík var gert að taka niður auglýsingar í félagsheimili sínu þar sem þær voru sýnilegar frá kjörstað í Grunnskóla Njarðvíkur.