Nýjast á Local Suðurnes

Brynja vill byggja sjö íbúðir – Elstu umsóknir frá árinu 2007

Brynja hússjóður hefur sótt um stofnframlag vegna byggingar 7 íbúða raðhúss miðsvæðis í Reykjanesbæ. Málið var rætt á fundi Velferðarráðs sem leggur til að umsókn um stofnstyrk verði samþykkt.

Fram kemur í umsókn Brynju hússjóðs að húsnæðið er ætlað þeim eigendum sem uppfylla tekju- og eignamörk félagslegs húsnæðis og að fyrirhuguð staðsetning sé miðsvæðis í sveitarfélaginu, nálægt verslun og þjónustu, auk þess sem íbúðum sé ætlað að fullnægja ýtrustu kröfum um aðgengi, sérstaklega í baðherbergi þar sem gert er ráð fyrir rými vegna hjálpartækja.

Á fundinum kom einnig fram að biðlisti sé eftir félagslegu húsnæði fyrir fólk með fötlun hjá sveitarfélaginu sem bygging Brynju, hússjóðs ÖBÍ mun svara að einhverju leyti. Þá kom fram að elstu umsóknir þessa hóps séu frá árinu 2007.