Nýjast á Local Suðurnes

Sleppa ekki blöðrum við setningu Ljósanætur

Blöðrum verður ekki sleppt við setningarathöfnina að þessu sinni

Ekki verður notast við blöðrur við setningu Ljósanætur í ár, eins og tíðkast hefur frá upphafi, vegna umhverfissjónarmiða. Fræðslustjóri Reykjanesbæjar, Helgi Arnarson, skýrði frá þessu og ýmsum hugmyndum sem hafa komið fram um setningu Ljósanætur í haust, á fundi fræðsluráðs Reykjanesbæjar.

Á fundinum kom fram að finna þyrfti umhverfisvænni leið til að gera setninguna sjónræna. Á fundinum kom einnig fram að umræðum um málið verði haldið áfram með skólastjórnendum.