sudurnes.net
Sleppa ekki blöðrum við setningu Ljósanætur - Local Sudurnes
Ekki verður notast við blöðrur við setningu Ljósanætur í ár, eins og tíðkast hefur frá upphafi, vegna umhverfissjónarmiða. Fræðslustjóri Reykjanesbæjar, Helgi Arnarson, skýrði frá þessu og ýmsum hugmyndum sem hafa komið fram um setningu Ljósanætur í haust, á fundi fræðsluráðs Reykjanesbæjar. Á fundinum kom fram að finna þyrfti umhverfisvænni leið til að gera setninguna sjónræna. Á fundinum kom einnig fram að umræðum um málið verði haldið áfram með skólastjórnendum. Meira frá SuðurnesjumCourtyard hlýtur eftirsótt verðlaun annað árið í röðLitla Gula hænan sýnd í Grindavík í dagYfir 30.000 gestir á Ljósanótt – Kanna hvernig til tókstAuglýsa eftir rekstraraðila skautasvellsFjölmargir gestir lögðu leið sína í réttir í roki og rigninguFara í sértækar aðgerðir til að stuðla að þátttöku aðfluttra íbúa í menningarstarfiLjósanótt með svipuðu sniði – Framlag bæjarbúa skipar sífellt stærra hlutverkSýning á Þingvallamyndum í DUUS – Framlag Reykjanesbæjar til fullveldishátíðarinnar 2018Gestafjöldi á Safnahelgi tvöfaldaðist – Vilja stækka markhópinnKomu farþegum á Keflavíkurflugvelli skemmtilega á óvart