Nýjast á Local Suðurnes

Vilja hætta þátttöku í rammasamningi Ríkiskaupa

Bæjarráð Grindavíkur hefur lagt til við bæjarstjórn að sveitarfélagið muni hætta sem aðili að rammasamningi ríkiskaupa og að innkaupareglur bæjarins verði lög um opinber innkaup.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar og lögfræðingur tæknideildar sátu fund bæjarráðs þegar þessi mál voru rædd en þar kom fram að þau markmið sem lagt er upp með í rammasamningi eru ekki að nást, þ.e. í rammasamningi eru ekki endilega hagstæðustu verð. Lagt er til að hætta aðild að rammasamningi og aðlaga innkaupareglur bæjarins að því.