Nýjast á Local Suðurnes

ÍLS og Neytendasamtökin fengið fjölda fyrirspurna vegna Tjarnarverks

Leigjendum tryggður ákveðinn lágmarksréttur í húsaleigulögum

Innri - Njarðvík

Tjarnarverk ehf. keypti nýlega ríflega 100 eignir af Íbúðalánasjóði sem allar eru á Suðurnesjum, samtals um 9.000 m2 og var fasteignamat þeirra árið 2014 rúmlega 1.500 milljónir króna. Í svari við fyrirspurn Local Suðurnes sagðist Gunnhildur Gunnardóttir starfandi forstjóri Íbúðalánasjóðs ekki geta upplýst um söluverð eigna sem sjóðurinn hefur selt en gera má ráð fyrir að félagið hafi fengið töluverðan afslátt af íbúðunum og að kaupverðið sé í ríflega 1.000 milljónir.

svölutjörn innri njarðvik reykjanesbær

Tjarnarverk ehf. á fjölda eigna við Svölutjörn í Innri-Njarðvík

Ekki heimilt að breyta leigufjárhæð tímabundinna samninga

Langflestar þessara eigna voru í leigu og eru ákvæði í kaupsamningum þess efnis að kaupandi yfirtekur réttindi og skyldur leigusala samkvæmt leigusamningi. Samningarnir sem Tjarnarverk ehf. tók yfir  eru ýmist  tímabundnir  eða ótímabundnir en skv. húsaleigulögum er ekki heimilt að breyta leigufjárhæð tímabundinna samninga. Séu hinsvegar gerðir nýjir samningar þegar slíkir samningar renna út, er að nýju samið um leigugjald. Ótímabundnum samningum verður að segja upp með 6 mánaða fyrirvara ef gera á breytingar á þeim.

Gunnhildur sagði að ekki væru sértök ákvæði í kaupsamningunum við Tjarnarverk ehf. um að ekki mætti hækka leigu enda færi slíkt eftir húsaleigulögum.

“Í þeim tilfellum sem leigjendur hafa snúið sér til ÍLS og spurst fyrir um þessi atriði hafa þessar upplýsingar verið veittar,” sagði Gunnhildur.

Aðspurð sagðist Gunnhildur ekki geta upplýst um fjármögnun Tjarnarverks ehf. eða annara viðsemjanda ÍLS við kaup á eignum sjóðsins en staðfesti þó að ekki hafi verið tekið lán hjá Íbúðalánasjóði vegna kaupanna.

Neytendasamtökin fengið fjölda fyrirspurna

Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna hefur á síðustu dögum borist fjöldi fyrirspurna og ábendinga vegna kaupa fyrirtækis á leiguíbúðum sem áður voru í eigu Íbúðarlánasjóðs. Fyrirtækið virðist í kjölfarið ætla að hækka leigu til núverandi leigjenda sem eru með gildandi leigusamninga, hvort sem þeir tímabundnir eða ótímabundnir, segir í tilkynningu frá samtökunum.

Í ljósi þess er rétt að minna á réttarstöðu leigjenda þegar leigusali vill gera breytingar á gildandi leigusamningi, en umfjöllun um það atriði má finna hér. Þar kemur meðal annars fram að Í húsaleigulögum er leigjendum tryggður ákveðinn lágmarksréttur og eru lögin að meginreglunni til ófrávíkjanleg þegar kemur að íbúðarhúsnæði og ef leigusali vill gera breytingar á gildandi samningi þurfa slíkar breytingar að vera samþykktar af leigjanda, segir ennfremur í tilkynningunni.