Styttist í að framkvæmdir geti hafist á þróunarreit við smábátahöfn
Drög að samkomulagi milli Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar um lóðirnar við Grófina 2 og 2a, var lagt fyrir bæjarráð Reykjanesbæjar á fundi þess í morgun og var bæjarlistamanni ásamt bæjarstjóra falið að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins.
Þá var þróunarsamningur við Reykjanes Investment ehf. Einnig lagður fyrir, en félaginu var úthlutað svæðinu eftir útboð.
Samkvæmt þessu styttist í að framkvæmdir geti hafist á svæðinu. Tvö fyrirtæki buðu í lóðirnar á sínum tíma, Reykjanes investment ehf., og Húsagerðin ehf.. Í útboðinu var sérstaklega litið til þess hvaða hugmynd myndi best styðja við þá framtíðarsýn að landnotkun þróist í blandaða byggð íbúða, sérverslana, veitingastarfsemi og þjónustu sem tengist hafnarstarfsemi og ferðaþjónustu. Auk þess sem litið var til þess hvernig framkomnar hugmyndir kallast á við einkenni og ásýnd svæðisins í heild. Þar fyrir utan munaði rúmlega eitt hundrað milljónum króna á tilboðum fyrirtækjanna tveggja.