Taktu þátt í valinu á Suðurnesjamanni ársins
Lesendur Local Suðurnes og Grindavik.net og hlustendur Hljóðbylgjunnar Fm 101,2 geta nú valið Suðurnesjamann ársins. Valið fer fram á vef Hljóðbylgjunnar og er einfalt að taka þátt, einungis þarf að senda nafn þess sem þú telur að eigi nafnbótina skilið ásamt rökstuðningi.
Valið á Suðurnesjamanni ársins er samstarfsverkefni Hljóðbylgjunnar FM 101.2, Grindavik.net og Local Suðurnes og fer nú fram í fyrsta sinn enda allir miðlarnir stofnaðir á árinu sem senn er á enda.
Kosningunni lýkur fimmtudagsmorguninn 31. desember kl. 11:15 en niðurstaða kosningarinnar verður tilkynnt í áramótaþætti Hljóðbylgjunnar FM 101.2 á gamlársdag milli kl 13 og 16.
Smelltu hér til að taka þátt í valinu á manni ársins.