Nýjast á Local Suðurnes

Reynismenn fallnir í fjórðu deildina

Reynir Sandgerði er fallið niður í fjórðu deildina í knattspynu, en liðið þurfti nauðsynlega á þremur stigum að halda úr viðureign sinni við KFG í gær, til þess að eiga möguleika á að halda sæti sínu í þriðju deildinni.

Það gekk hins vegar ekki eftir þar sem KFG sigraði leikinn með einu marki gegn engu og sendi Reyni þar með niður um deild.