Nýjast á Local Suðurnes

Framkvæmdir við Holtaskóla ganga vel – Myndir!

Umfangsmiklar endurbætur hafa staðið yfir á á húsnæði Holtaskóla í Reykjanesbæ undanfarin misseri. Framkvæmdirnar hafa gengið afar vel og var annar áfangi afhentur í byrjun janúar.

Nýju kennslurýmin bjóða upp á nútímalega hönnun, framúrskarandi hljóðvist og skipulag sem styður við fjölbreytta kennsluhætti, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Í tilkynningu á Facebook-síðu Reykjanesbæjar segir að hönnun skólans hafi verið unnin með þarfir nemenda og starfsfólks í huga og áhersla lögð á aðgengismál og að skapa framúrskarandi vinnuumhverfi fyrir alla.

„Það er bókstaflega allt nýtt, hljóðvistin einstök og breytingarnar einstaklega vel heppnaðar,“ segir Helga Hildur Snorradóttir, skólastjóri Holtaskóla, í tilkynningu.