Nýjast á Local Suðurnes

Mótmæla við Fitjar

Hópur umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi, stendur nú þessa stundina fyrir mótmælum á Fitjum í Reykjanesbæ.

Verið er að mótmæla ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja megi hælisleitendum frá Venesúela um alþjóðlega vernd, en einnig er mótmælt við Hallgrímskirkju. Þegar blaðamaður Suðurnes.net átti leið hjá Fitjum voru á fimmta tug manns á svæðinu með tilheyrandi spjöld.