Nýjast á Local Suðurnes

Býður þjófum háar fjárhæðir – “Virkilega leiðinlegt að höfnin sé ekki vöktuð”

Björn Þorri Vikt­ors­son, einn eig­enda Útgerðarfé­lags­ins Upp­hafs ehf., sem ger­ir út bát­inn Borg­ar Sig AK býðst til að greiða þeim sem tóku sex handfærarúllur ófrjálsri hendi úr bát hans í Njarðvíkurhöfn um helgina hálfa milljón króna án skilyrða. Verði það ekki til þess að ljúka málinu býður Björn Þorri þeim sem geta veitt upplýsingar sem verða til þess að þjófarnir finnist sömu upphæð.

Þetta kemur fram í viðtali við Þorra á mbl.is. Þar segir Björn Þorri öryggismál við höfnina vera slæm, en engin vöktun og engar myndavélar eru við höfnina.

Spurður hvort ekki séu mynda­vél­ar við höfn­ina seg­ir hann að svo sé ekki. „Og það er nú kannski stóra málið. Maður reyn­ist vera einn á báti þegar á reyn­ir. Það er eng­in vökt­un og það finnst okk­ur öll­um virki­lega leiðin­legt.“

Björn Þorri seg­ir tjónið mikið, enda sé ný­v­irði á ell­efu vind­um vel yfir sjö millj­ón­ir króna, fyr­ir utan virðis­auka­skatt. „Mér skilst að hún kosti 660 þúsund krón­ur, vind­an, í dag. Fyr­ir utan vask. Þannig að þetta eru eng­ir smáaur­ar.“