Nýjast á Local Suðurnes

Grunaðir um blekkingar – Segjast vera að safna fyrir heyrnarlausa

Menn sem gengu um Reykjanesbæ síðastliðinn föstudag eru grunaðir um tilraun til fjársvika með því að reyna blekkja fólk. Þeir sögðust vera að safna fyrir heyrnarlausa og þóttust vera heyrnarlausir sjálfir.

„Þeir létu gangandi vegfarendur lesa á blað sem á stóð að þeir væru að safna fyrir heyrnarlausa. Okkur grunar að þeir séu ekki heyrnarlausir,“ segir Bjarney Annelsdóttir, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum í samtali við Vísi.is og bætir við að ekki sé útilokað að mennirnir séu þeir sömu og fari í hús og bjóði fólki þjónustu gegn gjaldi. „Þeir virðast vera í gulum vestum samkvæmt tilkynningunum sem við fáum. Það féllst engin á að styrkja mennina svo við vitum en fólk verður að vera vart um sig.“