Már með fjögur Íslandsmet á örfáum dögum

Már Gunnarsson hefur sett fjögur Íslandsmet á HM sem fram fer í London um þessar mundir. Már setti tvö Íslandsmet á þriðjudag, bæði í 100 metra baksundi og vann til bronsverðlauna í kjölfarið. Fyrr á mótinu hafði hann sett eitt og það fjórða féll í dag þegar hann synti 50 metra flugsund á 34,42 sekúndum í 200 metra fjórsundi.
Greinarnar fjórar synti Már á 2:41,94 mínútum og hafnaði hann því í 10. sæti en það dugði ekki til að komast í úrslit.
Már sem er aðeins tvítugur að aldri og keppir í flokki S11 eða alblindra.