Nýjast á Local Suðurnes

Arnar Helgi með tvö Íslandsmet í Doha – Myndband

Arnar Helgi Lárusson setti tvö Íslandsmet á HM sem haldið er í Doha. Hann bætti metin í 200 og 400 metra hjólastólaspretti, en það dugði þó ekki til að ná í úrslit. Arnar Helgi setur nú stefnuna á Ólympíuleikana sem fram fara í Ríó.

Arnar telur sig eiga töluvert inni, en fram kemur á Facebook síðu hans að skapa þurfi betri aðstæður hér á landi fyrir keppendur í þessari grein: “Nú þurfum við að skapa honum aðstæður svo hann standi jafnfætis öðrum keppendum á mótum. Aðrir eru að mæta mun fyrr til mótsstaða en hann, við erum að spara í gistingu og kostnaði. Þetta er alvöru keppni og ef það á að ná árangri þá krefst það alvöru stuðnings. Næsta mission er “Arnar Helgi til Ríó” Stöndum með stráknum og gerum þetta mögulegt.” Segir á Facebook-síðunni.

Á Facebook-síðunni má einnig sjá viðtal sem tekið var við Arnar Helga að lokinni keppni á HM.

Hér fyrir neðan má sjá Arnar keppa í 100 metra spretti.