Nýjast á Local Suðurnes

Mesta aukningin í gistinóttum ferðamanna á Suðurnesjum

Gistinætur á hótelum á Suðurnesjum í mars voru 20.897 sem er 44% aukning miðað við mars 2016, þegar gistinæturnar voru 14.520. Gistinóttum fjölgaði um 47% sé miðað við mars og aprílmánuði, en þær voru 156.075 árið 2016 á móti 229.379 í ár. Aukningin er mest á Suðurnesjum, en til samanburðar var aukningin á Suðurlandi 34% og í Reykjavík um 17%.

Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar, en í þessum tölum eru hvorki tölur fyrir gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.