Nýjast á Local Suðurnes

Búið að opna Keflavíkurflugvöll – Farþegar komnir í flugstöðina og fá áfallahjálp

Mynd: TF JXG Boeing 737 vél Primera Air

Búið er að flytja farþega, úr flugvél PrimeraAir, sem rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli í dag, í flugstöð Leifs Eiríkssonar, þar sem áfallateymi Rauða krossins tók á móti þeim. Keflavíkurflugvöllur var lokaður tímabundið vegna atviksins en ein braut hefur nú verið opnuð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, en í tilkynningu kemur einnig fram að talið sé að vélin, sem er af gerðinni Boeing 737, sé óskemmd, en það er þó óstaðfest. Þá segir að unnið sé að því að koma flugvélinni af brautinni og farangri sem er um borð í vélinni yfir í flugstöðina – Það verkefni mun þó taka töluverðan tíma.