Nýjast á Local Suðurnes

Atvinnuleysi gæti orðið 26% í Reykjanesbæ

Atvinnuleysi gæti náð hátt í 26% í Reykjanesbæ í mánuðinum samkvæmt spá Byggðastofnunar og um 21% í Suðurnesjabæ.

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á fyrirtæki í ferðaþjónustunni og mikið atvinnuleysi og tekjutap blasir við þeim sveitarfélögum sem hve mest treysta á viðskipti við ferðamenn.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur falið Byggðastofnun að fara yfir stöðuna út um land allt og leggja sérstaka áherslu á að meta atvinnuástand á svæðum þar sem ferðaþjónusta er mikilvæg stoð.