Nýjast á Local Suðurnes

Fluttur á slysadeild eftir óhapp í Bláa lóninu

Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð að Bláa lóninu í vikunni vegna gests sem fékk aðsvif og lenti á flísalögðu gólfi.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að gesturinn hafi dottið fram fyrir sig með þeim afleiðingum að hann fékk skurð á hökuna sem mikið blæddi úr.

Viðkomandi var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.