Nýjast á Local Suðurnes

Sleit hásin við veiðafæragerð

Kalla þurfti út sjúkrabíl þegar vinnuslys varð í veiðafæragerð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum.

Starfsmaður missteig sig heldur illa og var talið að hann hefði slitið hásin. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á HSS og Vinnueftirlitinu gert viðvart.