Nýjast á Local Suðurnes

Vilja úrbætur á Suðurstrandarvegi – Slysahætta þegar ferðamenn stöðva bíla á veginum

Umhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkurbæjar hvetur Vegagerðina til að fylgja áætlun um áningarstaði og útskot við Suðurstrandarveg eftir og klára vinnu við þá staði sem þegar eru á áætlun.

Telur nefndin að í ljósi síaukinnar umferðar ferðamanna um Suðurstrandarveg sé ljóst að brýnt sé að klára verkið sem allra fyrst, enda skapast umtalsverð slysahætta þegar ferðamenn stöðva bíla sína á veginum.