Söguganga með tónlistar-ívafi

Í tilefni Safnahelgar Suðurnesja verður söguganga frá Bókasafni Reykjanesbæjar í Rokksafn Íslands, í Hljómahöll, laugardaginn 11. mars klukkan 11.00.
Rannveig Lilja Garðarsdóttir starfsmaður Bókasafnsins og leiðsögumaður mun leiða gönguna. Gengið verður frá Bókasafni Reykjanesbæjar og í Rokksafn Íslands. Stoppað verður á nokkrum vel völdum stöðum og fjallað um tónlistarmenn sem búa eða hafa búið í Keflavík. Gangan endar í Rokksafni Íslands þar sem göngugörpum verður boðið að skoða sýningu Björgvins Halldórssonar – Þó líði ár og öld – en frítt verður á safnið þessa helgi.