Nýjast á Local Suðurnes

Kvikusöfnun við Þorbjörn – Þetta getur gerst!

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna  í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum. Samhliða hefur Veðurstofa Íslands fært  litakóða fyrir flug á gult .

Atburðarrásin hefur aðeins staðið yfir í nokkra daga og óvíst hvort að hún leiði til frekari atburða sem hafi áhrif. Út frá þeim upplýsingum sem þegar liggja fyrir eru eftirfarandi sviðsmyndir mögulegar án þess að hægt sé að segja til um hver þeirra er líklegust eða hversu hratt atburðarásin mun þróast.

Ef landris stafar af kvikusöfnun:

  • Kvikusöfnun hættir mjög fljótlega án frekari atburða.
  • Kvikusöfnun heldur áfram á sama stað og hraða  í einhvern tíma án þess að til stærri atburða komi
  • Kvikusöfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots
  • Kvikusöfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots og eldgoss (hraungoss á sprungu).
  • Kvikusöfnun veldur jarðskjálftavirkni með stærri skjálftum á þessu svæði (allt að M6)

Ef landris stafar ekki af kvikusöfnun:

  • Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni og þar með hugsanlega stærri skjálftum á þessu svæði (allt að M6).