Nýjast á Local Suðurnes

Haukar völtuðu yfir Grindavík

Stórleikur Helenu Sverrisdóttur var munurinn á liðum Hauka og Grindavíkur í þriðja undanúrslitaleik liðanna í kvöld, Helena skoraði 30 stig og tók 11 fráköst í leiknum sem Haukar unnu með 27 stiga mun, 72-45.

Grindvíkingar héldu í við heimamenn í fyrsta leikhluta, en staðan að honum loknum var 14-10, Haukum í vil. Haukar voru mun sterkari í öðrum leikhluta og höfðu aukið forskot sitt í 35-18 að honum loknum.

Síðari hálfleikur var svo á svipuðum nótum, Haukar héldu áfram að auka muninn, með Helenu í fararbroddi, og náðu á tímabili 32 stiga forystu 57-25 og ljóst að liðin myndu mætast á ný í Grindavík á föstudag. Lokatölur urðu svo 72-45.

Whitney Michelle Frazier var at­kvæðamest í liði Grindavíkur með 13 stig.