Nýjast á Local Suðurnes

Öllu flugi nema einu aflýst eða frestað í fyrramálið

Myndin tengist fréttinni ekki

Öllu flugi, nema einu, frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst eða frestað í fyrramálið vegna óhagstæðrar veðurspár. Eina flugið sem er á áætlun er flug Atlantic Airways til Færeyja klukkan 10:10 á morgun föstudag.

Icelandair reið á vaðið og aflýsti, frestaði eða flýtti flugferðum sem áætlaðar voru í fyrramálið, önnur flugfélög hafa nú gert slíkt hið sama, þannig er flugferðum easyJet annað hvort frestað eða aflýst, SAS hefur aflýst sínum ferðum og Transavia hefur frestað sinni ferð þar til annað kvöld. Flugfélögin gera þó ráð fyrir að hægt verði að taka á loft fljótlega eftir hádegi og eru nær allar ferðir sem á að fljúga eftir þann tíma á áætlun.