Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla lét dósaþjófa með barnakerru heyra það – “Virtust skilja það”

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í vikunni upp á tveimur einstaklingum sem voru staðnir að því að stela dósum úr bílakerru í Njarðvík nýverið. Höfðu þeir notað barnakerru til að ferja dósirnar og farið nokkrar ferðir.

Þegar lögregla hafði hendur í hári þeirra voru þeir að gramsa í ruslatunnum. Skömmu síðar barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir og reyndust  þar á ferðinni sömu menn, farnir að gramsa aftur í ruslatunnum. Lögreglumenn veittu þeim tiltal og var þeim gert að láta af þessari hegðun sinni.  Virtust þeir skilja það, segir í tilkynningu frá lögreglu.