Nýjast á Local Suðurnes

Landsliðsvélin ekki klár í tæka tíð

Mynd: Skjáskot Twitter / KSÍ

Til stóð að flytja landslið Íslands í knattspyrnu til Rússlands, þar sem liðið tekur þátt í heimsmeistaramótinu í íþróttinni, í sérútbúinni flugvél á vegum Icelandair, en ekki tókst að hafa vélina klára í tæka tíð.

Vélin mun aftur á móti líklega verða klár í að sækja “strákana okkar,” en hún verður meðal annars skreytt með litum landsliðsins auk þess sem innréttingar vélarinnar verða að miklu leyti tengdar knattspyrnu.